Brauð & Co

Brauð & Co er lífrænt bakarí sem leggur áherslu á hágæða hráefni og íslensk sé þess kostur. 

Forsprakki Brauð & Co er bakarinn og konditori-meistarinn Ágúst Einþórsson. Hjá Brauð & Co fara hlutirnir fram fyrir opnum dyrum og gestir geta fylgst með, spurt bakarana út í það sem fram fer og forvitnast um hráefnin og uppruna þeirra. 

braudogco

Bánh Mí

Hjá Bánh Mi er boðið upp á ekta víetnamskan götumat, bánh mí samlokur sem sköpuðust við samruna víetnamskrar og franskrar matarhefðar.

Bánh mí samlokur urðu til á götum Víetnam en eru nú heimsþekktar enda engu líkar. Þær eru jafnan samsettar úr grilluðu kjöti, fersku og súrsuðu grænmeti og kryddjurtum. Forsprakki Bánh Mí er Davíð Viet Quoc og fjölskylda en matreiðsla samlokanna hefur fylgt fjölskyldunni í margar kynslóðir. 


image1.JPG

Taquería La Poblana

Frá Hlemmi berst dásamleg angan af límónum, chili og kóríander. Þetta er ilmur frá Mexíkó!

Á Taquería La Poblana töfrar Juan Carlos Peregrina Guarneros fram mat eins og mamma hans og amma kenndu honum: Mjúkar maíspönnukökur gerðar á staðnum og bornar fram með gómsætu grænmeti, kjöti eða sjávarfangi og ferskum og framandi chilisósum.


SKÁL!

SKÁL! er tilraunakenndur smárétta-, kokteila- og bjórbar með áherslu á íslenska matarhefð og hráefni.

Að baki SKÁL! eru Gísli Matthías Auðunsson matreiðslumaður og stofnandi Matar og Drykkjar í Reykjavík og Slippsins í Vestmannaeyjum og Björn Steinar Jónsson stofnandi Saltverks. SKÁL! leggur áherslu á frumlega kokteila, úrval íslenskra bjóra og frumlega smárétti með íslensku ívafi.

Skal-logo.jpg

12916073_10153488248505233_7829220203384843337_o-2.jpg

Micro Roast Te & Kaffi

Micro Roast Te & Kaffi er lifandi kaffibar með áherslu á nýristað og árstíðabundið kaffi, tilraunastarfsemi, fræðslu og handbragð.

Hjá Te & Kaffi er borið fram kaffi lagað með fjölbreyttum uppáhellingaraðferðum, kaldir kaffidrykkir og gómsætt meðlæti. Ávallt er notast við nýjasta og ferskasta kaffið sem sent er beina leið á Hlemm úr brennsluofni Te & Kaffi á Aðalstræti 9.


Ísleifur heppni

Ísleifur heppni snöggfrystir hvern einasta ís sérstaklega fyrir hvern einasta viðskiptavin, úr fyrsta flokks hráefnum.

Hjá Ísleifi heppna er blönduð ný ísblanda á hverjum degi. Ísinn er síðan búinn til með því að þeyta mjólkurblöndu í hrærivélum og snöggfrysta ísinn með ísköldu fljótandi köfnunarefni. Útkoman er óstjórnlega ferskur, mjúkur og bragðgóður ís.

14939401_1132369203479553_7379145427787550222_o.jpg

jomfruin.png

JÓMFRÚIN

Jómfrúna á Lækjargötu þekkja flestir, en á Hlemmi er Jómfrúin starfrækt í smækkaðri útgáfu sem gefur stóru systur sinni á Lækjargötunni lítið eftir. 

Jómfrúin býður úrval af dönsku smurbrauði úr íslensku gæðahráefni. Hér skiptir hefðin öllu máli, smurbrauð á að vera fallega skreytt, topphlaðið og matarmikið. Jómfrúin hefur enda einstakt lag á að tengja saman íslenskt gæðahráefni við dönsku hefðina og handbragðið sem tilheyrir smurbrauðskúnstinni. Velbekomme!


KRÖST

Kröst leika á strengi tímans til að elda mat í hæsta gæðaflokki. Kokkarnir hjá Kröst taka sér tímann sem þarf svo þú getir notið máltíðarinnar þegar hún er fullkomin.

Kokkarnir hjá Kröst grilla og hægelda þurrhangið kjöt. Vínið þeirra hefur þroskast árum saman við hárréttar aðstæður. 

Yfirkokkur Kröst er Böðvar Lemacks sem sleit kokkaskónum á Argentínu steikhúsi og Grillmarkaðnum.


RabbbarLogo.jpg

Rabbar Barinn

Í grænmetisversluninni Rabbar-barinn er boðið upp á upprunamerkt fyrsta flokks grænmeti í lausu og gómsæta smárétti. Sími: 519 - 2139

Rabbar-barinn starfar náið með Sölufélagi Garðyrkjumanna og sjá til þess að gestir Mathallarinnar geti alltaf gripið með sér brakandi ferskt grænmeti og ilmandi blóm. Þarna má gæða sér á úrvals samlokum, salati og ýmsum ljúffengum súpum sem tryggja að ekkert fari til spillis og grænmetið fái að njóta sín til fullnustu.

MATSEÐILL

Íslenskt Grænmeti í lausasölu.
Tómatsúpa - 1250 kr.
Humarsúpa - 1650 kr.
Sveppasúpa & Vegansúpa - 1250 kr. Þegar þær eru í boði!
Humar og beikon loka - 1650 kr.
Portobello grænmetisloka (Vegan) - 1450 kr.


JÆJA

Jæja er nýr staður í mathöllinni.

Jæja fókusar á Salöt og samlokur, jafnt til að borða á staðnum eða taka með. Smurbrauðslisti að hætti Jómfrúarinnar mun standa gestum til boða en drykkir leika einnig stórt hlutverk í framboði. Bjór á dælu og áhersla á ákavíti verður í forgrunni, einnig kokteilar.

jaeja_sticker2-page-001.jpg