Hvað ef þú gætir sigrast á tímanum? 

Nú þegar óðfluga styttist í opnun Hlemms er tímabært að kynna níunda af tíu kaupmönnum á Hlemmi. Þetta er hinn spánýi KRÖST, grill og vínbar sem rekinn er af matreiðslumanninum Böðvari Lemacks, en hann sleit kokkaskónum á Argentínu steikhúsi og Grillmarkaðnum.

Á KRÖST er leikið á strengi tímans til að elda mat í hæsta gæðaflokki. Kokkarnir á KRÖST grilla og hægelda þurrhangið kjöt. Vínið þeirra hefur þroskast árum saman við réttar aðstæður í vínkjallara. KRÖST taka sér tímann sem þarf svo þú getir notið máltíðarinnar, einmitt þegar hún er fullkomin.