Jómfrúna á Lækjargötu þekkja flestir Íslendingar enda hefur hún verið starfrækt þar í meira en tvo áratugi. Við opnun Hlemms í sumar verða kaflaskil hjá Jómfrúnni sem kemur þá á fót sínu fyrsta útibúi.

Jómfrúin á Hlemmi verður ögn smærri en sú á Lækjargötu en hún lætur það ekki aftra sér í að bjóða upp á fyrirtaks smurbrauð, danskan öl og ligeglad stemningu. 

Hjá Jómfrúnni skiptir hefðin öllu máli, smurbrauð skal vera fallega skreytt, topphlaðið og matarmikið. Jómfrúin hefur einstakt lag á að tengja saman íslenskt gæðahráefni við dönsku hefðina og handbragðið sem tilheyrir smurbrauðskúnstinni.

 Jómfrúin er strangheiðarlegt fyrirbæri. 

Jómfrúin er strangheiðarlegt fyrirbæri.