Nýjasta viðbótin í röð kaupmanna á Hlemmi er Taco Santo hvar borinn verður fram ekta mexíkanskur götumatur. Taco Santo er rekið af Juan Carlos Peregrina Guarneros og fjölskyldu hans, en hann kemur frá Mexíkóborg og gerir taco eins og mamma hans og amma kenndu honum.

Um er að ræða mjúkar og glútenlausar maíspönnukökur sem eru útbúnar á staðnum og bornar fram með grænmeti, kjöti eða sjávarfangi. Hver og einn getur valið úr ferskum og framandi chilisósum (og auðvitað verður vegan valkostur). Mexíkanar kreista iðulega límónu yfir matinn og það gera Taco Santo auðvitað líka.